Sólarhyllingar

Í sólarhyllingum eru teknar fyrir nokkrar af helstu jógastöðunum (asana), og geta þær lagt góðan grunn að frekari iðkun.

Sumar stöður heita fleiri en einu nafni á íslensku. Til dæmis er sú bakfetta, sem gjarnan er notuð í sólarhyllingum, ýmist kölluð Svanur eða Hundur sem horfir upp.

Hér má sjá tvær útfærslur af æfingunum; sólarhyllingu A og B.

Hvor um sig getur þjónað sem sjálfstæð æfing eða sem upphitun fyrir jógaflæði. Í myndböndunum er hver hreyfing framkvæmd í takt við öndun en til að byrja með er hægt að hægja verulega á, staldra jafnvel við í hverri stöðu og draga andann djúpt nokkrum sinnum.

Sólarhylling A

Sólarhylling B