Search

Merking og markmið jóga

Updated: May 12, 2018

Jóga stendur fyrir sameiningu líkama, huga og andans, og er jóga því hvort tveggja ástundun og ástand. Orðið yoga á uppruna sinn í sanskrít orðinu ,,Yuj” sem þýðir sameining. Jóga er talið eiga uppruna sinn frá Indlandi og er áætlað að það hafi verið iðkað í um 4000 ár. Í dag eru til ýmis form af jóga en þó eru ákveðnir grunnþættir sem einkenna þau flestöll, þar á meðal öndunaræfingar (pranyama), stöður (asana) og hugleiðsla.

Ástundun jóga krefst engra sérstakra áhalda né fatnaðar, heldur einungis rýmis og löngunar til iðkunar. Jógastöðurnar taka fyrir hvern líkamshluta. Þær teygja og styrkja vöðva, liðbönd og liðamót, hrygg og stoðgrindina í heild. Í stöðunum eru iðkendur hvattir til að beina athygli að líkamsbeitingu og öndun og aldrei að fara í stöður sem valda líkamlegum sársauka. Í grunninn flokkast jóga sem þjálfun af lágri ákefð og því er þetta form af hreyfingu hentugt fyrir marga þjóðfélagshópa þar sem einnig er hægt útfæra það eftir getustigi hvers og eins.

Ástæður fyrir því að fólk hefur sína jógaástundun eru margvíslegar og jafnframt eru ávinningarnir af ólíkum toga. Fyrir suma er það huglægi þátturinn sem dregur að, fyrir aðra líkamsþjálfunin og fyrir marga er það blanda af báðu.47 views0 comments

Recent Posts

See All