Öndunaræfingar

Öndunaræfingar geta verið áhrifaríkur liður í jógaiðkun. Meðvituð stjórnun á andardrætti getur ýtt undir gæði líkamsæfinga, og með aukinni líkamsvitund verður auðveldara að framkvæma hreyfingarnar í takt við öndun.

Þegar öndunaræfingarnar eru framkvæmdar getur verið gott að sitja í hugleiðslustöðu eins og sýnt er í myndböndunum. Annars er til dæmis hægt að sitja á stól, en meginmarkmið er að rétta vel úr hrygg.
Hér eru kenndar þrjár öndunaræfingar sem jafnframt þjóna sem athyglisæfingar, og geta þær allar verið inngangur inn í hugleiðslu.

Djúpöndun

Eldöndun

Víxlöndun