Kennslumyndbönd

Hér má finna kennslumyndbönd fyrir öndunaræfingar og sólarhyllingar, ásamt þremur jógaflæðum á mismunandi erfiðleikastigi.

Gott getur verið að hefja þjálfun á flæði l og þegar það þykir orðið nokkuð auðvelt er hægt að fara yfir í flæði ll. Flæði lll er svo mest krefjandi. Til að hámarka árangur þjálfunarinnar er hægt að skiptast á. Til dæmis; þó þú sért byrjuð/byrjaður að iðka flæði ll er hægt að taka flæði l á móti og sömuleiðis með flæði ll og lll til skiptis.

Mælt er með því að framkvæma upphitunaræfingar að eigin vali, áður en farið er af stað í flæði.

Einnig er hægt að hita upp með Sólarhyllingum, en þá er hægt að fara nokkrar umferðir. Gott er að byrja rólega og gefa sér augnablik í hverri stöðu, til dæmis þrjá, djúpa andardætti.

Með hverri umferð má svo auka hraðann, og stefna að því að framkvæma eina hreyfingu fyrir hverja innöndun og útöndun.

Hér er dæmi um æfingaáætlun sem gerir ráð fyrir iðkun þrisvar í viku:

Vika l: Flæði l þrisvar sinnum

Vika ll: Flæði l - Flæði ll - Flæði l

Vika lll: Flæði ll - Flæði l - Flæði ll

Vika lV: Flæði ll þrisvar sinnum

Vika V: Flæði ll - Flæði lll - Flæði ll

Vika VI: Flæði lll - Flæði ll - Flæði lll

Vika Vll: Flæði lll þrisvar sinnum

Eftirfarandi aðilar komu að gerð myndbanda:

Stjórn á upptökum & hljóðsetningu: Óli Ofur

Klipping & eftirvinnsla: Hörður Ragnarsson

Staðsetning: Jógastúdíó

Klæðnaður: Emory