Jógasafnið
Gagnabanki fyrir jóga á Íslandi
Kennarar
Sigrún Hrönn
Verðandi íþróttafræðingur & jógakennari
Sigrún Hrönn hefur, frá árinu 2014, lokið alþjóðlegu kennaranámi í
Kundalini jóga hjá Jógasetrinu (KRI) og samtals 330 stundum af jógakennaranámi hjá Soul Ascension Healing Arts (Yoga Alliance).
Að auki hefur hún sótt
kennaranámskeið í barnajóga, Foam Flex og súlufimi.
Sigrún kennir í Hreyfingu og
Jógastúdíó. Ásamt því heldur hún reglulega viðburði og námskeið á eigin vegum, meðal annars í Yin jóga, Kundalini jóga og hugleiðslu.
Valdís Helga
Verðandi íþróttafræðingur & jógakennari
Valdís hefur starfað sem jógakennari frá árinu 2012 og hefur lokið
alþjóðlegu 200 stunda kennaranámi í Hatha og Vinyasa jóga frá
Jógastúdíó (Yoga Alliance).
Hún hefur kennt opna tíma,
einkatíma og lokuð námskeið í Jógastúdíó og í Hreyfingu Heilsulind. Ásamt því hefur hún kennt jóga á
tónlistarhátíðum, félagsmiðstöðvum, vinnustöðum og er jafnframt ein af stofnendum og skipuleggjendum barnahátíðarinnar
Kátt á Klambra.
Um síðuna
Jógasafnið
Jógasafnið er BSc lokaverkefnið okkar í íþróttafræði við Háskólann í Reykjavík. Meginmarkmið síðunnar er að fræða forvitna og aðstoða áhugasama við ýmist að hefja eða dýpka jógaiðkun sína. Hér er hægt að nálgast fróðleik um jóga og rannsóknir á áhrifum þess, ásamt kennslumyndböndum sem hægt er að fylgja eftir í rauntíma.
Við vonum að þið njótið góðs af.
Namasté / Sat Naam
.
.
This is a great space to write long text about your company and your services. You can use this space to go into a little more detail about your company. Talk about your team and what services you provide. Tell your visitors the story of how you came up with the idea for your business and what makes you different from your competitors. Make your company stand out and show your visitors who you are.
Jógasafnið
Hafðu samband
Netfang
Símanúmer
690-0488 / 661-4699
Vinir Jógasafnsins



